Copy
Vestanáttin - nýr geisladiskur
View this email in your browser

Vestanáttin

NÝ PLATA 
Forsala 
 

 
Ágæti tónlistarunnandi.

Vestanáttin kynnir með stolti sína fyrstu plötu, samnefnda hljómsveitinni!
Útgáfutónleikar verða á Rósenberg, 16. júní nk. og munu þar verða leikin lög af nýju plötunni ásamt vel völdum ópusum sem hljómsveitin hefur verið að spila á tónleikum undanfarið. 
Þeir sem ekki geta beðið eftir að fá diskinn í hendurnar er boðið upp á að niðurhala herlegheitunum rafrænt nú þegar og fá síðan diskinn heimsendann þegar hann kemur úr framleiðslu.
Diskinn getur þú nálgast á www.gummijons.is/vefverslun

Nú þegar hafa tvö lög af disknum, lögin „Sjá handan að“ og „Í alla nótt“ heyrst í útvarpinu og fengið prýðis viðtökur.

Vestanáttin var stofnuð fyrir um ári síðan af Guðmundi Jónssyni, lagasmiði, gítarleikara og söngvara með þeim formerkjum að leika hans eigin lög með sveitatónlistarblæ. Hann hóaði að sér til fulltyngis öndvegisliði og var strax farið að æfa og koma fram á tónleikum.
Vestanáttin hefur undanfarin misseri spilað víða við góðan orðstýr og langaði því bandinu að hræra saman í plötu. Lögin eru öll frumsamin eftir Guðmund og er farið um víðan völl í kántrý popprokkstílnum, með textum sem eru hvorutveggja launbeittir og silkimjúkir.

Alma Rut syngur og raddar, Sigurgeir Sigmundsson leikur á gítar, bæði úr stáli og tréi og hrynparið samanstendur af þeim Eysteini Eysteinssyni er leikur á trommur og raddar, og Pétri Kolbeinssyni er plokkar bassann. Tveir gestaleikarar heiðra með nærveru sinni sveitina á disknum, þau Guðrún Árný söngkona og Matthías Stefánsson fiðluleikari.
Eins og fyrr segir getur þú keypt diskinn á www.gummijons.is/vefverslun og styður um leið við íslenska tónlistarútgáfu.


Með fyrirfram þökk um góðar viðtökur,
Vestanáttin

 Ps. 
Þessi póstur er sendur til velvalinna tónlistarunnenda. Beðist er velvirðingar ef þessi póstur hefur valdið þér ama. Hér fyrir neðan má afskrá sig af póstlistanum.

 

Copyright © 2015 Gustuk / Gummi Jóns, All rights reserved.


unsubscribe from this list    update subscription preferences 

Email Marketing Powered by Mailchimp